Arnar Már Árnason

Heiðar Kristjánsson

Arnar Már Árnason

Kaupa Í körfu

Það eru allar tegundir af skeggi í tísku, þetta hefur aldrei verið jafnfjölbreytt,“ segir Iðunn Harpa Gylfadóttir, hárgreiðslukona á Króm. „Tískan er alveg frá því að vera mjög snyrtilegt skegg yfir í að vera alveg villt og ósnyrt. Einn aðalmetrómaðurinn, David Beckham, er kominn með skegg svo og Brad Pitt, en einn sá frægasti með skeggið er Johnny Depp. Hann hefur leikið sér með nýjar útfærslur í mörg ár. Svo tekur maður eftir því að strákarnir í Gus gus taka þetta alla leið; eru bæði með snyrtilegt skegg og snyrtilegt hár, en þá er hárið ýmist sleikt aftur eða skipt til hliðar með þráðbeinni skiptingu.“ MYNDATEXTI Vikugamalt skegg Arnar Már Árnason er með snyrtilegt sjö daga skegg, svipað eins og Baltasar Kormákur sést oft með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar