ASÍ þing á Nordica

Heiðar Kristjánsson

ASÍ þing á Nordica

Kaupa Í körfu

ÞAÐ hvessti hressilega undir lok ársfundar ASÍ í gær, sem hafði þó að mestu einkennst af samheldni og stillingu þá tvo daga sem þinghaldið stóð yfir. Viðbótartillaga Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, og 15 meðmælenda hennar um lífeyrismál varð tilefni snarpra orðaskipta. Tillaga Vilhjálms og félaga gerði ráð fyrir að miðstjórn ASÍ fengi umboð til að gera þær breytingar á samningi um lífeyrismál „sem tryggi að launafólk yfirtaki stjórnun lífeyrissjóða innan ASÍ. Jafnframt samþykkir ársfundurinn að unnið verði að breytingum á reglugerðum sjóðanna þannig að sjóðsfélagar kjósi stjórnarmenn beinni kosningu,“ sagði þar. MYNDATEXTI Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin varaforseti ASÍ. Enginn bauð sig gegn henni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar