Pálína Jónsdóttir

Pálína Jónsdóttir

Kaupa Í körfu

Í leikhúsi er valinn maður í hverju rúmi og auk leikara og leikstjóra eru sérhæfðir tæknimenn sem stýra hljóði og vídeói, sé hið síðarnefnda til staðar. Það verður hins vegar brugðið út af vananum í leikritinu Völva, eftir Pálínu Jónsdóttur og Walid Breidi, sem sýnt er í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Í þessum einleik Pálínu klæðist hún hljóðkjól og stjórnar þar með sjálf hljóði og vídeói. Fatahönnuðirnir Filippía I. Elísdóttir og Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir hönnuðu kjólinn en Walid Breidi, sem sérhæfir sig í gagnvirkum innsetningum, hannaði rafmiðilinn sem liggur utan á kjólnum og er jafnframt hluti af honum MYNDATEXTI Leikkonan Pálína Jónsdóttir slær á skynjarana og stjórnar hljóðmyndinni og vídeói. Svo eru einnig strengir undir höndum og niður í mitti og einnig eftir hryggsúlunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar