Léttklæddar á Laugavegi

Léttklæddar á Laugavegi

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var ekki að sjá á þessum stelpum, sem gengu vasklega niður Laugaveginn í gær, að veturinn væri kominn en hitinn á hádegi í Reykjavík var 10 stig sem er heldur óvenjulegt á þessum árstíma. Heitt var fram eftir degi og náði hitastigið 11 gráðum kl. 18 en austanlands var veðrið ekki síðra, hiti jókst smám saman eftir því sem leið á daginn og seinnipartinn náði hann 12 stigum. Veðurguðirnir þurftu þó aðeins að minna á sig og var rigning víða um landið. Í dag styttir þó upp um landið allt og verður hiti víðast hvar um 7 stig og alskýjað nema um austanvert landið þar sem enn eimir eftir af góða veðrinu, þar verður léttskýjað og hiti rúmar 10 gráður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar