Özden Dóra og hattar hennar á sýningu

Özden Dóra og hattar hennar á sýningu

Kaupa Í körfu

Hattahönnuðurinn Özden Dóra opnar sýningu á handgerðum höttum og hárskrauti í dag hjá Steinunni Lærði hjá virtustu hattahönnuðum Bretlands Snædrottningin er heitið á vetrarlínu hattahönnuðarins íslensk-tyrkneska Özden Dóru. Sýning verður opnuð hér á landi í dag á línunni sem er sú fyrsta sem Dóra, eins og hún er kölluð á Íslandi, sendir frá sér. MYNDATEXTI: Hattadýrð Fjórir hatta Dóru sem verða meðal annarra á sýningunni sem opnuð verður í dag í verslun fatahönnuðarins Steinunnar að Bankastræti 9. Sýningin mun standa út mánuðinn. Dóra segir að sér hafi fundist Snædrottningin vera íslensk og því sé línan með íslenskum innblæstri og gerð úr íslensku hráefni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar