Nýtt háskólasjúkrahús

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Nýtt háskólasjúkrahús

Kaupa Í körfu

GLEÐIDAGUR,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að lokinni undirritun viljayfirlýsingar um þátttöku lífeyrissjóða í fjármögnun og undirbúningi að byggingu nýs Landspítala í gær. Fleiri ráðherrar tóku í sama streng. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði yfirlýsinguna marka nýtt upphaf að því mikla verki sem framundan er og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra fagnaði því að lífeyrissjóðirnir, sem standa að viljayfirlýsingunni, kæmu alls staðar að af landinu, enda væri sjúkrahúsið fyrir alla landsmenn. MYNDATEXTI Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra og Arnar Sigurmundsson, formaður LL, undirrita yfirlýsinguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar