Þórður Ívarsson

Atli Vigfússon

Þórður Ívarsson

Kaupa Í körfu

Af lífi og sál er yfirskrift ljósmyndasamkeppni fréttaritara Morgunblaðsins. Vísar heitið til áhuga ljósmyndaranna og viðfangsefnis þeirra sem er líf og starf fólksins á landsbyggðinni. Ljósmyndasamkeppnin tók til mynda sem teknar voru á síðasta ári. MYNDATEXTI Þórður Ívarsson fór með páfagaukinn sinn, Maggý, í Hraunsrétt í Aðaldal til að reyna að bæta við kunnáttuna, kenna honum að jarma. Atli Vigfússon fréttaritari á Laxamýri myndaði Þórð með páfagaukinn í réttinni. Fjöldi fólks safnaðist að kennslunni sem gekk ágætlega og skilaði ýmsum hljóðum þótt jarmið væri með undarlegu lagi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar