Drykkur vikunnar

Skapti Hallgrímsson

Drykkur vikunnar

Kaupa Í körfu

Veitingamenn á Strikinu á Akureyri tóku upp á því í haust að bjóða eigin útfærslu á kúbverska kokteilnum vinsæla Mojito með aðalbláberjum. Vildu breyta til og þótti kjörið að blanda nýtíndum berjum við hina hefðbundnu uppskrift. Drykkurinn hefur slegið í gegn að sögn, hvort sem er áfengur – þar sem ljóst romm er notað skv. venju – eða óáfengur. Í hefðbundnum Mojito er ljóst romm, hrásykur, lime (súraldin), sódavatn og minta. Í upprunalegu uppskriftinni ku reyndar hafa verið notað yerba buena, en sú planta er bragðminni en venjuleg minta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar