Forvarnarverðlaun veitt á Bessastöðum

Forvarnarverðlaun veitt á Bessastöðum

Kaupa Í körfu

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaun um helgina til sigurvegara í ratleik Forvarnardagsins, sem haldinn var um allt land 30. september sl. Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á laugardag. Á meðfylgjandi mynd eru sigurvegararnir ásamt forsetahjónunum. Verðlaunin fóru til Loga Sigursveinssonar úr Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík, Önnu Þuríðar Sigurðardóttur frá Grunnskóla Bolungarvíkur og Önnu Margrétar Arnarsdóttur frá Nesskóla í Neskaupstað. Forvarnardagurinn var nú haldinn fjórða árið í röð meðal 9. bekkinga í grunnskólum landsins. Tóku þeir þátt í ýmsum verkefnum, m.a. ratleiknum. Dagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands, í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, ÍSÍ, Bandalag íslenskra skáta, UMFÍ, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar