Skúli Bjarnason og Sigríður Lillý Baldursdóttir

Skúli Bjarnason og Sigríður Lillý Baldursdóttir

Kaupa Í körfu

Afi, viltu segja mér sögu?“ segir lítill fjögurra ára snáði, nýskriðinn upp í rúm á heimili sínu í Svíþjóð. Afi verður við bóninni enda ekki óvanur sögumaður. Börnin hans þrjú nutu sagnagáfu hans þegar þau voru að alast upp og nú fá litlu afadrengirnir að ferðast með honum um ævintýraheima. Þetta kvöld verður sagan um úlfaþríeykið Úlf, Ugga og Skugga til og þá á Skúli Bjarnason, hæstaréttarlögmaður síst von á því að þessi litla saga hans rati á prent og verði að barnabók sem kemur út í tveimur löndum. Snáðinn litli í Svíþjóð er fljótur til og er farinn að lesa aðeins fjögurra og hálfs árs gamall. Skúla dettur þá í hug að skrifa fyrir hann sögu um úlfadrengina þrjá sem hann getur lesið sjálfur og sendir honum yfir hafið. Brátt komast uppkomnu börnin í söguna sem þeim finnst skemmtileg og eiga fullt erindi til barna í dag og tilvalin til útgáfu. Öll gera þau sér þó grein fyrir því að barnasögu fylgja barnateikningar og þær skipa stóran sess í sögunni. Fjölskyldan leitar ekki langt yfir skammt því Sigríður Lillý Baldursdóttir, eiginkona Skúla, sest niður og málar myndirnar í bókina. MYNDATEXTI Skrif, myndskreyting og útgáfa barnabókar varð að fjölskylduverkefni hjá þeim Sigríði Lillý Baldursdóttur og Skúla Bjarnasyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar