Heimareyktir sperðlar

Atli Vigfússon

Heimareyktir sperðlar

Kaupa Í körfu

Þingeyjarsveit | Það hefur verið mikið að gera í reykhúsum bænda nú í nóvember og fólk er að leggja lokahönd á haustmatinn. Svo virðist sem vaxandi áhugi sé á heimagerðum mat og hafa fleiri gert sperðla í haust en oft áður. Margir hakka feit slög af fullorðnu fé í sperðlana og fá úr þeim efnivið í fjölda máltíða sem margir kunna að meta. En þó hráefnið sé gott skiptir alltaf miklu máli hvernig reykingin tekst til og eru margir listamenn á því sviði. Einn þeirra er Benedikt Kristjánsson bóndi á Hólmavaði í Aðaldal sem kann tökin á sperðlunum og reykir fyrir vini og vandamenn á þessum árstíma. Á myndinni má sjá Benedikt með nýreykta heimagerða sperðla sem eru virkilega girnilegur matur og góð nýting á hráefni sem fellur til á sveitabæjum. ´MYNDATEXTI Heimareyktir sperðlar njóta vaxandi vinsælda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar