Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kynntur í Kringlunni

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kynntur í Kringlunni

Kaupa Í körfu

BARNASÁTTMÁLI Sameinuðu þjóðanna verður 20 ára á föstudaginn kemur og í tilefni af afmælinu hafa ungmennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og Barnahjálpar SÞ sameinað krafta sína til að halda mikilvægi sáttmálans á lofti. Meðlimir í ungmennaráðunum hófu afmælisvikuna með því að dreifa upplýsingabæklingum um barnasáttmálann í Kringlunni í gær. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, fyrir utan tvö, hafa fullgilt barnasáttmálann. Enginn annar mannréttindasamningur hefur verið fullgiltur í jafnmörgum ríkjum. Hér á landi hefur barnasáttmálinn stuðlað að ýmsum mikilvægum réttindabótum fyrir börn frá því að Ísland fullgilti hann árið 1992.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar