Málræktarþing

Málræktarþing

Kaupa Í körfu

VIÐ lítum svo á að ekki sé lögð nægileg áhersla á íslensku í kennslu grunnskólakennara,“ segir Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar. Nefndin sendi um helgina frá sér ályktum þar sem fram koma áhyggjur af framtíð íslenskrar tungu. Guðrún gagnrýnir að þeir sem læra til grunnskólakennara séu ekki skyldaðir til að taka áfanga í íslensku, þrátt fyrir að allir útskrifaðir grunnskólakennarar hafi rétt til að kenna íslensku. MYNDATEXTI Verðlaunuð Fulltrúar móðurmálskennara og Hafnarfjarðarbæjar taka við verðlaunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar