Þjóðfundurinn

Þjóðfundurinn

Kaupa Í körfu

MIKILL fjöldi var samankominn á þjóðfundi sem haldinn var í Laugardalshöll sl. laugardag. Forsvarsmenn fundarins telja að hátt í fjórtán hundrið einstaklingar hafi tekið þátt. Að sögn Lárusar Ýmis Óskarssonar, eins skipuleggjenda þjóðfundarins, var markmið fundarins að fá þjóðina til að ræða grunngildi og framtíðarsýn MYNDATEXTI Þetta var frábær upplifun, og ég er stolt yfir því að hafa fengið að taka þátt,“ segir Erna Arnarsdóttir, þátttakandi í Þjóðfundinum. „Það var gaman að hitta fólk úr ólíkum áttum, og finna að við eigum heilmikið sameiginlegt. Okkur langar öll til að byggja landið okkar upp, og búa til bjarta framtíð fyrir börnin. Nú er bara að vona að það verði unnið vel úr því sem kom fram. Ég hef fulla trú á að þetta muni skila sér með jákvæðum hætti út í þjóðfélagið.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar