Haukar - PLER KC - Evrópukeppni

Haukar - PLER KC - Evrópukeppni

Kaupa Í körfu

ÞAÐ hjálpaði mér alveg örugglega að ég hugsaði meira um að fara utan í varnarmanninn til þess að tryggja mér víti ef ég skoraði ekki en að horfa á markvörðinn. Svo lét ég boltann bara fara yfir höfuðið á markverðinum. Það er klassískt neyðarúrræði,“ sagði Einar Örn Jónsson, hetja Íslandsmeistara Hauka í handknattleik, eftir að hann tryggði liðinu sæti í 16-liða úrslitum EHF Evrópukeppninnar í gær þegar hann skoraði sigurmarkið fimm sekúndum fyrir leikslok, 22:21, gegn PLER KC frá Ungverjalandi í fyrri leik liðanna í keppninni. Einar Örn tryggði Haukum jafntefli, 26:26, í fyrri leiknum en þá skoraði hann einni sekúndu fyrir leikslok. MYNDATEXTI Hetjan Einar Örn Jónsson var bjargvættur Hauka í báðum leikjunum gegn PLER. Hann jafnaði á síðustu sekúndu í fyrri leiknum á laugardaginn og í gær tryggði hann Hafnarfjarðarliðinu sigur, 22:21, með marki þegar fimm sekúndur voru eftir. Einar fagnar hér ásamt Frey Brynjarssyni, félaga sínum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar