Haustmót FSÍ á Akranesi
Kaupa Í körfu
EITT stærsta mót ársins í hópfimleikum fór fram á Akranesi um helgina þar sem haustmót FSÍ fór fram. Um 700 keppendur tóku þátt í mótinu en það var Fimleikafélag Akraness sem hafði umsjón með framkvæmd þess. Í 3. flokki unglinga, þar sem keppt var eftir landsreglum, sigraði Grótta, Selfoss kom þar næst og Stjarnan endaði í þriðja sæti. Í 4. flokki unglinga, þar sem keppt var eftir landsreglum, sigraði Gerpla A eftir harða keppni við Stjörnuna. Selfoss varð í þriðja sæti. Í 5. flokki, þar sem keppt var eftir landsreglum, sigraði Stjarnan T3, Gerpla A varð í öðru sæti og FimAk frá Akureyri endaði í þriðja sæti. Í úrvalsdeild var keppt eftir TeamGym-reglum. Þar sigraði Selfoss í meistaraflokki, Keflavík kom þar næst og Rán úr Vestmannaeyjum varð í þriðja sæti. Gerpla sigraði í karlaflokki en það var eina sveitin sem sendi karlalið til keppni. Í 1. flokki sigraði Gerpla P2, Selfoss endaði í 2. sæti og Stjarna fékk bronsið. Í 2. flokki sigraði Stjarnan, Gerpla fékk silfur og Selfoss brons.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir