Jólasaga Dickens - Loftkastalinn

Jólasaga Dickens - Loftkastalinn

Kaupa Í körfu

Þórhallur Sigurðsson, Laddi, leikur um 30 ólíkar persónur í uppsetningu á Jólasögu Dickens sem verður frumsýnd í Loftkastalanum í kvöld. „Maður röflar við sjálfan sig í klukkutíma og tíu mínútur alveg stanslaust, það er varla þögn,“ segir Laddi. Hann verði vissulega svolítið ruglaður á því að tala við sjálfan sig og aðrar persónur. „Manni líður náttúrlega voðalega vel en maður er svolítið þreyttur og andstuttur, af því maður talar svo mikið.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar