66° Norður - Myndbandakeppni

66° Norður - Myndbandakeppni

Kaupa Í körfu

Hugvitssemi og sköpunargleði íslenskra barna og unglinga virðast lítil takmörk sett, a.m.k. hvað viðkemur myndbandagerð. Þannig tóku um 70 grunnskólar þátt í myndbandakeppni 66°Norður, sem efnt var til að frumkvæði Sigurjóns Sighvatssonar kvikmyndagerðarmanns. Vildi hann gefa börnum sem hafa áhuga á kvikmyndagerð tækifæri til þess að spreyta sig á þeim vettvangi. Verðlaunafhending í keppninni fór fram sl. laugardag í verslun 66°Norður í Faxafeni. Í yngri aldurshópnum var það Háteigsskóli sem fór með sigur af hólmi, en í þeim eldri sigraði Austurbæjarskóli. Þá fékk Bjarki Kjartansson frá Akureyri sérstaka viðurkenningu fyrir sitt framlag til keppninnar. Þemað í ár var íslenskur iðnaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar