Jólaljós

Skapti Hallgrímsson

Jólaljós

Kaupa Í körfu

Akureyringar eru margir komnir í jólaskap ef marka má þær skreytingar sem þegar eru komnar upp. Fyrsti „jólasveinninn“ sem kemur til byggða í höfuðstað Norðurlands er alla jafna Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ og formaður Kaupmannafélags Akureyrar, og hann gerði ekki undantekningu í ár. Marglitar perur eru í trjám Ragnars og runnum og á húsinu sjálfu, og komast líklega ekki fleiri fyrir. Sara virti dýrðina fyrir sér í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar