Sturla Sighvatsson

Sturla Sighvatsson

Kaupa Í körfu

Sturla Sighvatsson er framkvæmdastjóri félagsins Northern Lights Energy (NLE), sem vinnur m.a. að því að rafbílavæða þjóðina, og reyndar ekki bara Íslendinga, heldur einnig frændur vora í Færeyjum sem nýverið óskuðu eftir liðsinni félagsins. Á Íslandi gengur verkefnið undir heitinu „2012 – Nýtt upphaf“ en markmiðið er að koma upp landsdekkandi hleðslukerfi fyrir rafmagnsbíla fyrir lok árs 2012 samhliða því að uppfræða landsmenn um kosti rafmagnsbíla og notkun þeirra. „Vil stefnum að því að koma málum þannig fyrir að engum eigi eftir að láta sér detta það til hugar að fá sér neitt annað en rafmagnsbíl eftir árið 2012,“ segir hann. MYNDATEXTI Mikið nafn Sturla Sighvatsson ber sama nafn og höfðingi Sturlunga fyrr á tíð og gerir sér vel grein fyrir því.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar