Karlmannsverk að baka krústaði

Karlmannsverk að baka krústaði

Kaupa Í körfu

Það eru sennilega ekki margir sem vita hvað krústaðir eru en Theodór Blöndal þekkir vel til þeirra. Síðustu fjörutíu ár hefur hann búið til krústaði fyrir hver jól en það gerir hann með sérstöku járni. Listina að búa til krústaði lærði Theodór af pabba sínum og afa. „Við höfðum aldrei krústaði nema á jólunum og þegar ég byrjaði að búa sem giftur maður kom afi minn með krústaðajárn til mín og sagði mér að karlmennirnir bökuðu alltaf krústaði en þó væru það konurnar sem byggju til deigið. Hann sagði að þetta væri karlmannsverk en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það,“ segir Theodór og hlær. „Þetta er sem sagt siður sem er kominn frá ömmu minni sem hét Emilía Blöndal. Sennilega er nafnið krústaðir komið úr dönsku og kannski dregið af orðinu krús, því krústaðir minna helst á krús eða lítinn bikar myndatexti Hefð Theodór lærði að gera krústaði af pabba sínum og afa en konurnar sjá alltaf um deigið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar