Harpa Þórisdóttir

Heiðar Kristjánsson

Harpa Þórisdóttir

Kaupa Í körfu

Það var danska fyrirtækið A. Michelsen, elsta silfursmíðafyrirtæki Dana, sem hóf að smíða dönsku jólaskeiðarnar árið 1910 og urðu þær strax mjög vinsælar. Guðlaugur A. Magnússon var frumkvöðull að því að smíða fyrstu jólaskeiðina á Íslandi árið 1946. Hún er enn framleidd í verslun Guðlaugs A. Magnússonar og þar má einnig kaupa skeiðar frá fyrri árum. Guðlaugur var við nám í Danmörku og kom á fót bæði smíðaverkstæði og verslun við heimkomuna. Hann framleiddi silfurborðbúnað og er nafn hans nátengt íslenskri silfursögu 20. aldarinnar. Í dag hannar Hanna Sigríður Magnúsdóttir skeiðar sem seldar eru í verslun Guðlaugs en hún er barnabarn hans. Fleiri hafa líka smíðað og látið smíða skeiðar. Magnús E. Baldvinsson úrsmiður lét hanna og smíða skeiðar sem voru kaffiskeiðar sem komu út á hverju ári í 12 ár. Þá hóf Gull- og Silfursmiðjan Erna, fyrirtæki sem var í eigu Guðlaugs A. Magnússonar og afkomendur hans reka í dag, smíði eigin skeiðar árið 2003 og hefur síðan þá komið ný skeið frá þeim á hverju ári. MYNDATEXTI Harpa segir það hafa verið kappsmál á sínu heimili að ná skeiðinni með sínu fæðingarártali.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar