Chahida Hammerl

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Chahida Hammerl

Kaupa Í körfu

Það eru ekki margar grænmetisætur sem borða gúllassúpu á jólunum en það gerir Chahida Hammerl frá Austurríki. Chahida hefur búið hér á landi frá því í janúar en hingað kom hún vegna þess að hún elskar Ísland. „Mér finnst svo gott að vera hérna. Ég eyddi einu ári hérna árið 1995 en þá vann ég á sveitabæ í Borgarfirði eystri. Það var mjög skemmtilegt og mig langaði alltaf að koma aftur en það tókst ekki þangað til núna. Vonandi verð ég hér til frambúðar en maður veit aldrei.“ MYNDATEXTI Gúllassúpa á jólunum Það er ekki kjöt í gúllassúpu Chahidu heldur kartöflur, grænmeti og sojapylsur og Chahida segir súpuna vera ljúffenga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar