Sigrún og Þórunn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sigrún og Þórunn

Kaupa Í körfu

Ég á bóndabæ, lest með mörgum tengivögnum, flugvélar og dýr sem við bróðir minn lékum okkur saman að. Þetta er allt eitthvað sem pabbi hefur smíðað sjálfur og er enn notað í dag þar sem nú eru komin barnabörn en þau leika sér helst með bóndabæinn. Jólaskrautinu hef ég safnað síðan ég var á unglingsaldri en þá ætlaði pabbi til dæmis að henda bjöllum sem héngu saman á spýtu og höfðu verið til síðan ég var barn. Honum fannst þær svo klunnalegar en þá stökk ég af stað, sagði bara nei takk og bjargaði bjöllunum frá ruslinu. Pabbi og mamma eiga lítið sjálf af skrautinu og því er minn tilgangur að halda skrautinu til haga,“ segir Sigrún Bragadóttir MYNDATEXTI Mæðgurnar Sigrún Bragadóttir með dóttur sína, Þórunni Guðmundsdóttur og sjá má sérsmíðað og fallegt jólatré eftir Braga Baldursson í forgrunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar