Shankly

Skapti Hallgrímsson

Shankly

Kaupa Í körfu

Ástandið var aumt haustið 1959. Heimavöllur enska knattspyrnufélagsins Liverpool var lélegur, aðstaðan fyrir áhorfendur var afar bágborin og það sem flestum þótti verst: liðið var ekki beysið. Liverpool hafði fimm sinnum unnið enska meistaratitilinn, síðast vorið 1947 en félagið lifði ekki á fornri frægð frekar en önnur og var um þessar mundir í 2. deild, þeirri næst efstu. Skotinn Bill Shankly var þá ráðinn skipstjóri skútunnar og ástandið varð ekki samt aftur. Hann mætti til leiks 1. desember. Hálf öld er á þriðjudaginn frá þeim merka degi í sögu félagsins. MYNDATEXTI Bill Shankly er minnst með myndarlegum hætti í Liverpool safninu á heimavelli félagsins, Anfield Road.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar