Bjarni Bjarnason

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bjarni Bjarnason

Kaupa Í körfu

Ljóðagerðin dettur helst í mig þegar ég verð ástfanginn, enda hef ég orðið ástfanginn ótal sinnum um ævina,“ segir Bjarni Bjarnason sem nýlega gaf út sína fyrstu ljóðabók, Brot í bundnu máli. Og hann heldur áfram að fílósófera um ástina. „Það er ekki til nein formúla að ástinni og ég ræð engu um það hvað hrífur mig hverju sinni. Maður sér kannski eitthvað ákaflega dýrmætt í fari manneskju og verður næstum hræddur. En þeir sem hafa reynt vita að það er guðsgjöf og náð þegar ástin er gagnkvæm. Það er líka guðsgjöf að koma tilfinningum í orð, gera þær að ljóðum. Stundum nær maður því ekki niður á blað en stundum tekst það. Þannig urðu ljóðin mín til,“ segir Bjarni og bætir við að ljóðin hans séu stemningar sem hafi tínst inn í áranna rás. MYNDATEXTI Við litríkan himin Bjarni kann vel við sig úti í náttúrunni þar sem stemning og ást kveikja ljóð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar