Sjóæfing á Sundunum

Sjóæfing á Sundunum

Kaupa Í körfu

ÁRLEG æfing Lögregluskóla ríkisins og Landhelgisgæslu Íslands fór fram í gær. Segja má að nemar Lögregluskólans hafi fengið mikið fyrir peninginn enda veður vont og slæmt í sjóinn; kjöraðstæður fyrir æfingu. Allir fengu nemarnir að fara í sjóinn og voru í kjölfarið hífðir upp í þyrlu Gæslunnar. Að sögn upplýsingafulltrúa Gæslunnar varð engum meint af volkinu en nemarnir urðu að vonum kaldir og blautir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar