Íslandsmeistaramót í listhlaupi á skautum

Íslandsmeistaramót í listhlaupi á skautum

Kaupa Í körfu

ÍSLANDSMÓTIÐ í listhlaupi á skautum fór fram í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Samhliða Íslandsmeistaramótinu fór fram aðventumót fyrir yngstu keppendurna. Dana Rut Gunnarsdóttir úr Skautafélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari, í öðru sæti varð Nadia Margrét Jamchi og Heiða Ósk Gunnarsdóttir varð þriðja en þær eru einnig frá Skautafélagi Reykjavíkur. Ómar Óskarsson ljósmyndari Morgunblaðsins var á svæðinu og hér má sjá nokkrar þeirra mynda sem hann tók. MYNDATEXTI Þuríður Björg Björgvinsdóttir úr Birninum var flott á svellinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar