Hangikjöt í Háteigsskóla

Heiðar Kristjánsson

Hangikjöt í Háteigsskóla

Kaupa Í körfu

HANGIKJÖTSVEISLA með nemendum Háteigsskóla og foreldrum þeirra hefur verið fastur liður á aðventunni. Vegna sparnaðar í rekstri skólans leit út fyrir það um tíma að þessi siður legðist af í ár en með aðstoð foreldrafélagsins var hefðinni haldið við, enda hefur þessi samverustund nemenda og foreldra þótt ómissandi liður í skólastarfinu. Hangikjötið hefur runnið ljúflega niður, með tilheyrandi meðlæti svo sem kartöflum með uppstúf, grænum baunum og rauðkáli. Fyrsta holl mætti í skólann í gær og veislan heldur áfram í hádeginu í dag og á morgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar