Hagsmunasamtök heimilanna - Nýtt Ísland

Hagsmunasamtök heimilanna - Nýtt Ísland

Kaupa Í körfu

NOKKUR hundruð manns tóku þátt í þriðja kröfufundi Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands á Austurvelli á laugardag. Áhersla var lögð á bætt lánskjör fyrir heimilin. Vakin var athygli á því að nú væri öðru greiðsluverkfalli hagsmunasamtakanna að ljúka án þess að stjórnvöld og lánastofnanir hefðu komið með heildstæða lausn til leiðréttingar á höfuðstól lána. „Tugir þúsunda heimila rétt merja að ná endum saman,“ segir Friðrik Ó. Friðriksson formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann telur aðgerðir samtakanna þegar farnar að skila árangri. Þá hafi samtökin hvatt fólk til að hætta að nota greiðslukort sem kortafyrirtæki hafi svarað með því að fjölga vildapunktum. Þá hafi bankar teflt fram tilboðum til sinna skuldunauta sem fæst séu þó jafn bitastæð og af sé látið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar