Jólaþorpið í Reykjavík

Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Jólaþorpið í Reykjavík

Kaupa Í körfu

JÓLAPAKKARALL verður í dag þegar tveir mjólkurbílar fara frá Skólavörðuholti og Laugavegi við Snorrabraut kl. 15. Eru miðborgarkaupmenn, gestir og gangandi hvattir til að vera í viðbragðsstöðu með sína pakka þegar bílarnir fara af stað en í þeim verða syngjandi og dansandi jólasveinar sem taka á móti pökkunum. Mjólkurbílarnir og jólasveinarnir munu síðan ljúka för sinni við Jólaþorpið á Hljómalindarreitnum og verður pökkunum þá safnað saman og þeir afhentir Fjölskylduhjálpinni og Mæðrastyrksnefnd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar