Hólmarar syngja saman fyrir jólin

Gunnlaugur Árnason

Hólmarar syngja saman fyrir jólin

Kaupa Í körfu

Stykkishólmur | Tónleikahald nýtur mikilli vinsælda meðal landsmanna á aðventunni. Hjá mörgu fólki er það orðið að hefð í undirbúningi jólanna að sækja tónleika og njóta góðrar tónlistar. Í Stykkishólmi skipar tónlistin stóran sess. Tónlistarskóli hefur starfað síðan 1964 og verið rekinn af miklum metnaði. Árangur af starfinu kom í ljós á stórum tónleikum sem heimamenn stóðu fyrir. Það var Lárus Hannesson, kennari sem átti hugmyndina að tónleikunum. Hann kallaði tónlistarfólk í Stykkishólmi saman til fundar og þar var ákveðið að efna til jólatónleika fyrir bæjarbúa. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkrar vikur og á föstudagskvöldið voru tónleikarnir haldnir í Stykkishólmskirkju. MYNDATEXTI Tæplega þrjátíu listamenn skemmtu bæjarbúum í Stykkishólmskirkju. Allir flytjendur tengjast Hólminum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar