Ólíver - Þjóðleikhúsið

Ólíver - Þjóðleikhúsið

Kaupa Í körfu

FERÐ á Oliver! er fín byrjun á bókmenntalegu uppeldi,“ segir Guðmundur Brynjólfsson gagnrýnandi í dómi sínum um söngleikinn sem frumsýndur var í Þjóðleikhúsinu annan dag jóla. Kveðst Guðmundur hrópa húrra fyrir uppsetningunni, sem hann gefur fjórar stjörnur. „Stjörnur þessarar sýningar eru Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þórir Sæmundsson,“ segir í dómnum. Fáir hnökrar séu á leikstjórn Selmu Björnsdóttur og dansar Alettu Collins falli vel að sýningunni. Hópatriðin fá einnig lof og eru sögð „flott og full af skemmtilegum hugmyndum og aginn og stjórnin á öllum litlu (mögulegu) senuþjófunum til fyrirmyndar MYNDATEXTI Þeim var vel tekið leikurunum í Oliver! Hér tekur Tryggvi Björnsson, sem lék Hrapp, við uppklappi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar