Æfa hnefaleika á Þórshöfn

Líney Sigurðardóttir

Æfa hnefaleika á Þórshöfn

Kaupa Í körfu

Þórshöfn | Íþróttamiðstöðin á Þórshöfn er fjölsóttur staður, ungir sem aldnir mæta þar til að leggja rækt við líkama og sál. Ný íþróttagrein er þar í boði nú en það er boxíþróttin. Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, hefur tekið að sér að kenna undirstöðuatriði og grunnþjálfun í boxi. Í byrjun verða æfingarnar fyrir nemendur 8.-10. bekkjar grunnskólans einu sinni í viku en síðar jafnvel einnig fyrir þá sem eldri eru, ef áhugi er fyrir hendi. MYNDATEXTI Agi og úthald Gunnólfur Lárusson segir hnefaleikaíþróttina byggjast á miklum sjálfsaga og leggur áherslu á þrek og úthald á æfingunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar