Ljósmyndasamkeppni mbl.is og Canon

Heiðar Kristjánsson

Ljósmyndasamkeppni mbl.is og Canon

Kaupa Í körfu

JÓLAJÓSMYNDAKEPPNI mbl.is og Canon lauk 6. janúar síðastliðinn, en alls bárust um tvö þúsund myndir í keppnina frá nærfellt sex hundruð ljósmyndurum. Besta myndin var valin Jólabarn eftir Kristján Unnar Kristjánsson og hlaut hann að launum Canon EOS 1000D D-SLR-myndavél. Í öðru sæti varð myndin Engill við Hvítá eftir Olgeir Andrésson, sem hreppti Canon Ixux 95 IS-myndavél, og Jólarokkari eftir Helenu Rut Stefánsdóttur hlaut þriðju verðlaun sem voru Canon PIXMA iP4700-ljósmyndaprentari. MYNDATEXTI: Sigurvegararnir með verðlaunin Kristján Unnar Kristjánsson fyrir miðju og Olgeir Andrésson t.v. Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon hjá Sense, dreifingaraðila Canon-neytendavara á Íslandi, heldur á verðlaunum Helenu Rutar Stefánsdóttur sem átti ekki heimangengt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar