EM 2010 - Handbolti - Eiginkonur landsliðsmanna

EM 2010 - Handbolti - Eiginkonur landsliðsmanna

Kaupa Í körfu

Landsliðið þarf á öllum sínum styrk að halda í landsleiknum gegn Noregi SENDIHERRAHJÓNIN í Austurríki, Stefán Skjaldarson og Birgit Nyborg, buðu forráðamönnum HSÍ, eiginkonum og unnustum leikmanna landsliðsins og íslenskum fréttamönnum til móttöku í ráðherrabústaðnum í Vínarborg í gær. Íslenska landsliðið mætir Norðmönnum kl. 15 í dag í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum og verða íslensku konurnar að sjálfsögðu á meðal áhorfenda. Frá vinstri: Eivor Pála Blöndal, kona Alexanders Peterssonar, Kristín Þorsteinsdóttir, kona Ólafs Stefánssonar, Svala Sigurðardóttir, kona Róberts Gunnarssonar, Ingibjörg Vilbergsdóttir, kona Loga Geirssonar, Hanna Steina Arnarsdóttir, kona Ingimundar Ingimundarsonar, Karen Einarsdóttir, kona Björgvins Gústavssonar, og G. Þóra Þorsteinsdóttir, kona Guðjóns Vals Sigurðssonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar