Bleikt boð Krabbameinsfélagsins

Bleikt boð Krabbameinsfélagsins

Kaupa Í körfu

Stemningin var bleik í Hafnarhúsinu á föstudagskvöldið, þegar Krabbameinsfélag Íslands hélt Bleika boðið sitt. Listasafnið var umvafið bleikum bjarma fyrir allar systur, mömmur, ömmur, dætur, frænkur og vinkonur í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Um þúsund konum var boðið á skemmtunina, þar sem m.a var boðið upp á fjölbreytt tónlistaratriði, argentínskan tangó og vegleg tískusýningu á vegum Fatahönnunarfélags Íslands. Þar sýndu átján hönnuðir og hönnunarfyrirtæki vetrarlínu sína en fyrirsætur voru flugfreyjur frá Icelandair. MYNDATEXTI Vinsæl Hafdís Huld söng lagið Kónguló.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar