Snjóruðningur á Reykjavíkurflugvelli

Snjóruðningur á Reykjavíkurflugvelli

Kaupa Í körfu

NÓG var að gera við að hreinsa snjó af flugvöllum landsins í gær og þessi vél, sem ber einkennisstafina TF-KAF, var ekki fyrr farin í loftið á Reykjavíkurflugvelli en dráttarvél fór af stað til að skafa snjó og halda brautinni auðri. Sá sem hefur setið undir stýri á moksturstækinu hefur eflaust skemmt sér vel þar sem hann nánast hvarf í púðrið. Ófært var loftleiðina til Ísafjarðar, en aðrar tafir urðu ekki á innanlandsflugi vegna ofankomu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar