Níutíu Sollur í Latabæ

Níutíu Sollur í Latabæ

Kaupa Í körfu

Þær teygðu sig og reigðu stúlkurnar 90 sem í gær æfðu undir forystu Vöku Vigfúsdóttur fyrir hópatriði sem sýnt verður á Latabæjarhátíðinni í Laugardalshöll 27. þessa mánaðar. Allar höfðu stúlkurnar mætt í prufur er Sollu stirðu var leitað. Hundrað af þeim 800 stelpum sem þar spreyttu sig var síðan í framhaldi boðið að taka þátt í hópatriði á hátíðinni, þar sem 90 Sollur koma fram í einu, og þáðu þær það flestar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar