Kofar við Kleifarvatn

Kofar við Kleifarvatn

Kaupa Í körfu

Ekki eru þeir reisulegir, sumir skúrarnir sem hestamenn hafa reist án leyfis við Kleifarvatn og frágangurinn ekki eftir ströngustu byggingarreglum. Upprunalega voru byggðar þarna hnakkageymslur en þær stækkaðar. Að sögn skipulags- og byggingafulltrúa Hafnarfjarðar, Bjarka Jóhannessonar, bar framkvæmdagleðin menn ofurliði, eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Gert er ráð fyrir að kofarnir verði rifnir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar