Magnús Ingvason

Magnús Ingvason

Kaupa Í körfu

Magnús Ingvason framhaldsskólakennari bindur ekki bagga sína sömu hnútum og förunautarnir. Hann heldur upp á fimmtugsafmæli sitt á árinu með því að taka þátt í mótum í öllum 27 greinum sem stundaðar eru innan ÍSÍ. Magnús hefur litlar áhyggjur af lyftingum og júdói en kvíðir mest fyrir dansi, skautadansi og fimleikum. MYNDATEXTI: Magnús í eldlínunni með Val gegn ÍR í utandeildinni í körfubolta. Hann átti eitt misheppnað skot, lét stela af sér boltanum einu sinni og náði engu frákasti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar