Skemmdarverk á fjarskiptamöstrum í Öskjuhlíð

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Skemmdarverk á fjarskiptamöstrum í Öskjuhlíð

Kaupa Í körfu

Gerð var tilraun til að lama veigamikinn hluta af fjarskiptaneti höfuðborgarsvæðisins í nótt. Talið er að þremur bensínsprengjum hafi verið komið fyrir við fjarskiptamöstur í Öskjuhlíð og tvær þeirra sprungið. Ein fannst ósprungin. Atlagan er talin alvarleg. Lögreglu var tilkynnt um eldinn kl. 4.42 í nótt. Vaktmenn í nálægu húsi munu hafa ráðist að eldinum með slökkvitækjum og ráðið niðurlögum hans. Að sögn varðstjóra lögreglu höfuðborgarsvæðisins logaði eldur í köplum í tveimur möstrum á staðnum. Annað mastrið er í eigu Fjarska og hitt í eigu Mílu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Töluvert tjón hlaust af eldinum. M.a. sló út sambandi Stöðvar 2 og OG fjarskipta en fyrirtækin eru með endurvarpa á möstrunum. Varðstjórinn sagði að ekki væri vitað um eldsupptök og málið í rannsókn. Hann hafði ekki upplýsingar um að reynt hafi verið að kveikja í möstrunum. Möstrin þrjú bera m.a. loftnet Símans, Vodafone, Tetra, Landsvirkjunar, Fjarska og Mílu. Ef tekist hefði að skemma búnaðinn hefðu bæði GSM fjarskipti og önnur fjarskipti svo sem örbylgjusambönd orðið fyrir mikilli truflun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar