Íslandsmót iðn- og verkgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Kaupa Í körfu

Um 150 manns etja í dag kappi í hinum ýmsu faggreinum í Vetrargarðinum í Smáralind, á öðrum degi Íslandsmótsins í iðn- og verkgreinum sem hófst í gær.... Hár Keppt var í bæði hárgreiðslu og klippingu í gær og fylgdust margir með. Leiðslur Bifvélavirkjar þurfa að kunna góð skil á flóknum vélbúnaði. Um 150 manns etja í dag kappi í hinum ýmsu faggreinum í Vetrargarðinum í Smáralind, á öðrum degi Íslandsmótsins í iðn- og verkgreinum sem hófst í gær. Keppnin í ár er sú stærsta sem haldin hefur verið á Íslandi og því einstakt tækifæri fyrir alla til að kynnast þeim mikla fjölda faggreina sem lögð er stund á hér á Íslandi. Fjölmörg tækifæri felast í því að nema iðngreinar og má sjá í Smáralind hversu fjölbreytt flóran er og ótrúlega mikið í boði sem hægt er að læra. Meðal keppnisgreina á mótinu eru grafísk miðlun, skrúðgarðyrkja, blómaskreytingar, kjötiðn og mjólkuriðn, rafvirkjun, húsgagnasmíði, veggfóðrun, gullsmíði, tækniteiknun og nudd, svo eitthvað sé nefnt. Keppnin heldur áfram í Smáralindinni á morgun milli kl. 9:30 og 15:30.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar