Sveppasúpa í upphafi verks.

Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveppasúpa í upphafi verks.

Kaupa Í körfu

Framkvæmdir eru nú hafnar við að koma upp fyrsta snjóframleiðslukerfinu á skíðasvæði hér á landi. Verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson mun sjá um jarðvinnu-, lagna- og byggingaframkvæmdir við búnaðinn. Um er að ræða gerð 18.500 rúmmetra uppistöðulóns, lagningu um 2.700 metra af pípum í jörð ásamt rafstrengjum, tengibrunnum og uppsteypu 42 fermetra dæluhúss. Það verður því nóg að gera hjá Guðmundi Hjálmarssyni, eiganda fyrirtækisins, og hans mönnum á næstunni. Segja má að þeir hafi komið sér í gírinn fyrir þetta verkefni með því að gæða sér á gómsætri og saðsamri sveppasúpu í skjóli við Fjarkann, stólalyftuna í Hlíðarfjalli, áður en ermarnar verða brettar upp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar