Mynd um æðarfugl

Reynir Sveinsson

Mynd um æðarfugl

Kaupa Í körfu

Sandgerði | Ég hafði gaman af því að gera myndina. Það spannst vel úr efninu og söguþráðurinn er góður, segir Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur lokið við heimildarmynd um æðarvarp og æðarbændur, Fólk og fuglar í Norðurkoti. Páll gerði heimildarmynd um æðarfuglinn fyrir rúmum áratug og þekkir viðfangsefnið vel. Það sat í mér hvað Sigurður Eiríksson í Norðurkoti hefur verið natinn við æðarvarpið sitt, segir Páll þegar hann er spurður um aðdraganda kvikmyndarinnar. Hann er oft á ferðinni á Reykjanesi að taka myndir og í eitt skiptið, þegar hann ók fram hjá Norðurkoti, var komið listaverk eftir Sigurð í hlíðina við hús hans og þá ákvað hann að láta verða af því að gera nýja mynd. Fjölskyldan tók honum vel og kvikmyndatakan hófst í fyrravor. MYNDATEXTI Páll hitti fjölskylduna í Norðurkoti við forsýningu myndarinnar, Sigurður Eiríksson, Sigurður Bjarki Pálsson, Páll Steingrímsson, Sigríður Hanna Sigurðardóttir og Páll Þórðarson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar