Vor í lofti í Laugardal

Vor í lofti í Laugardal

Kaupa Í körfu

MIKIL AÐSÓKN var í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í gær enda almennur frídagur og veður með besta móti. Að sögn Bríetar Óskar Arnaldsdóttur, vaktstjóra veitingasölu garðsins, var gærdagurinn söluhæsti dagurinn frá því síðasta sumar. Skaut hún á að um þúsund gestir hefðu látið sjá sig í góða veðrinu. Leiktækin voru opnuð yfir páskana og ekki ber á öðru en þessir hressu krakkar hafi notið þeirra til hins ýtrasta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar