Önnum kafnir

hag / Haraldur Guðjónsson

Önnum kafnir

Kaupa Í körfu

VERKEFNASKIL eru nú í fullum gangi í háskólum landsins og prófin nálgast óðfluga. Þeir Jens Hjörleifsson og Guðfinnur Baldur Skæringsson, nemar í lífefnafræði við Háskóla Íslands, voru önnum kafnir við ritgerðarsmíð á Háskólatorgi í gær og höfðu því ekki haft tíma til þess að kynna sér skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þeir sögðust þó búast við að kynna sér hana á næstunni þegar hægðist um í skólanum þótt þeir myndu kannski ekki lesa hvert einasta orð enda skýrslan yfir 2.000 síður að lengd. Nóg er um lestur þessa dagana fyrir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar