Gos í Eyjafjallajökli

Gos í Eyjafjallajökli

Kaupa Í körfu

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, fjármálaráðherra, dreif sig austur á Hvolsvöll í gærmorgun. Þar slóst hann í för með jarðvísindamönnum frá Háskóla Íslands og fylgdist síðan með flóðinu í Markarfljóti úr návígi. »Ég vissi að þegar byrjaði að gjósa í Eyjafjallajökli, þá væri von á tíðindum,« sagði Steingrímur. Hann hefði sem betur fer haft svigrúm til að fresta ýmsum verkefnum til dagsins í dag og því getað farið austur til að fylgjast sjálfur með viðbúnaði og með jökulhlaupinu. Áhugi Steingríms á eldsumbrotum þarf ekki að koma á óvart en eins og kunnugt er lauk hann prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands. Einn þeirra jarðvísindamanna sem voru á leið úr bænum var einmitt gamall skólabróðir, ferðafélagi og vinur úr jarðfræðináminu, Sigurður Reynir Gíslason. »Nú gerist ég bara aðstoðarmaður hans og ber fyrir hann brúsa og svona,« sagði Steingrímur. Hann var greinilega ánægður með viðbrögðin á staðnum. Með því að rjúfa skörð í veginn hefði brúnni væntanlega verið bjargað og þá hefði verið afar mikilvægt að skarð rofnaði í varnargarð ofan við ána því með því flæmdist jökulhlaupið um stærra svæði en skall ekki af fullum þunga á brúnni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar