Gos í Eyjafjallajökli

Gos í Eyjafjallajökli

Kaupa Í körfu

SEINNA hlaupið sem kom í Markarfljót í gærkvöldi var gjörólíkt því fyrra. Hlaupvatnið í fyrra hlaupinu var um 3,5-4 gráða heitt og í því var nánast enginn krapi. Í seinna hlaupinu var vatnið hins vegar við frostmark og ofan á því flaut þykkt lag af ísmolum, oft 5-15 sentimetrar í þvermál. Svo þykkt var þetta íshröngl að vatnamælingamenn sem voru að taka sýni við bakkana áttu stundum í erfiðleikum með að ná að vatninu. Ég hef aldrei séð svona áður, sagði Gunnar Sigurðsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni, sem var við vatnamælingar seint í gærkvöldi. Skýringin á þessum mun á hlaupunum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar