Eldgos í Eyjafjallajökli - dagur 3

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eldgos í Eyjafjallajökli - dagur 3

Kaupa Í körfu

Á fimmtudag sl. var opnuð ný heimasíða, www.þorvaldseyri.is, þar sem hægt er að fylgjast með fréttum af heimilisfólki tengdum bústörfum og uppbyggingu og skoða myndir. Þar er m.a. saga Þorvaldseyrar rakin í stuttu máli. ------------------------------------------------------- Gríðarlegt öskufall við bæinn Þorvaldseyri ÓHUGNANLEGT ÖSKUSKÝ GLEYPTI BÆINN ÞORVALDSEYRI ÞAÐ var jafnmikilfenglegt og skelfilegt að sjá gríðarstórt, biksvart öskuský læðast niður Eyjafjöllin aftan að þeim bæjum sem standa við rætur fjallgarðsins og gleypa þá. Ljóst er að undirbúningur bænda í gærdag kom að verulega góðu gagni. Um tuttugu bæir undir Eyjafjallajökli voru rýmdir í gærkvöldi af varúðarástæðum. Var það gert ef ske kynni að hlaup yrði um miðja nótt, á sama tíma og aska fellur á svæðinu. Myndi það hægja verulega á viðbragðstíma og rýmingu umræddra bæja. Samkvæmt upplýsingum úr samhæfingarstöð Almannavarna var gert ráð fyrir að íbúar fengju að snúa aftur á bæi sína snemma í dag og gætu þá hugað að skepnum. Reiknað er með áframhaldandi og miklu öskufalli undir Eyjafjöllum í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar